Tími

Við lifum í veröld þar sem allt gerist á ógnarhraða. Í hraðri veröld nútímans virðist mannverunum sífellt skorta tíma. Dagar, vikur, mánuðir líða og allt í einu áttum við okkur á að við höfum ekki heyrt eða séð okkar nánustu í of langan tíma. Í smekkfulla dagbókina er litið og mögulega fundinn hálf klukkustund eftir 6 daga sem hægt er að kíkja á gamla settið og smella á sem einum kossi. Við hittum frænkur og frændur á förnum vegi, ósköpumst yfir því hvað börnin hafa stækkað meðan haldið er áfram að ganga því maður má alls ekki vera of seinn á næsta áfangastað. Kallað er á eftir arkandi frændfólki að þetta gengur nú ekki lengur, við þurfum að hittast. Síðan er hlegið yfir tímaleysi og allir halda áfram sína leið.

Time-Management-Tips

Það virðist vera mjög erfitt að hægja á sér í hröðu nútímasamfélagi. Enda getur verið gaman að vera á fullum hraða og hafa alltaf nóg að gera. En því miður endar það oftast illa þar sem líkami og sál þolir ekki stanslausan hraða og áreiti. Ég persónulega þekki þetta allt of vel. Ég er gjörn til að henda mér út í allt of mörg verkefni í einu til þess eins að sjá til þess að hafa engann tíma til að vera kvíðin. Ég vil ekki horfast í augu við sjálfan mig og spyrja hvort ég sé hamingjusöm. Ég er hrædd við að verða kvíðin, hrædd um að mér líði ekki nógu vel, svo ég sé til þess að hafa nóg að gera og þá gleymi ég hræðslunni. Það endar yfirleitt þannig að um leið og verkefnin klárast, til dæmis kemur jólafrí og ég fæ tíma til að hægja á mér og slaka á, að þá brotna ég niður.

Less is very often more. Slower is very often better.”

Önnur ástæða fyrir því að maður reynir að halda við hraðann í nútímasamfélagi er að menningin lítur niður á þá sem hægja á sér. Það að hægja á sér er yfirleitt tengt við leti. Sá sem hægir á sér er talinn vera gefast upp. Það eru til bæði slæmar leiðir til að hægja á lífinu og góðar leiðir. Við eigum nefnilega það til að gleyma að vera. Við erum ávallt eitthvað að gera, en stundum er í lagi að gefa sér tíma bara til að vera.

You gotta understand the difference between someone who speaks to you on their free time and someone who frees their time to speak with you.

Við skiljum það vel að okkar nánustu eru upptekin í lífinu. Það er mikið að gera og maður hefur því miður ekki tíma til að gera allt það sem manni langar til. Hins vegar getur tímaleysið orðið afsökum fyrir svo margt. Sumir eru sífellt uppteknir. Vegna þess er maður alltaf á leiðinni að hittast en oftar en ekki þá þurfa þeir uppteknu að hætta við á síðustu stundu. Einn daginn ákvað ég að hætta eltast aftur og aftur við upptekið fólk. Það getur alveg fundið tíma til að hitta mig. Þegar það gerist þá verð ég tilbúin með bros á vör. En fólk verður líka að gera sér grein fyrir að maður bíður ekki endalaust eftir öðrum. Ég ákvað líka að passa uppá að vera sjálf ekki þessi upptekna.

Ég held að allir hafi gott af því að staldra við og hugsa: Er mitt tímaleysi að hafa áhrif á sambönd mín við mína nánustu? Er mitt tímaleysi að hafa áhrif á mína eigin heilsu? Ef svarið er já, hvað ætla ég að gera í því?

Því ef þér þykir vænt um sjálfan þig, vini og fjölskyldu þá er alltaf hægt að gefa sér tíma.

Að lokum mæli ég með því að horfa á TED spjall við Carl Honoré en hann hefur stúderað þessa hröðu veröld, sem hann kallar „Road Runner culture“. Hann lagði upp með tvær spurningar: Hvernig varð allt svona hratt? Er hægt, og viljum við, hægja á okkur?

Ég veit ekki hvernig veröldin varð svona hröð en ég veit að mig langar að hægja á henni og njóta þess meir að vera í núinu.

-Viktoría

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s