Prinsessan mín hann Birgir Aðalsteinn

Í tilefni þess að Birgir Aðalsteinn er orðinn þriggja ára þá langar mig að endurbirta þetta blogg sem ég skrifaði fyrir hálfu ári á aðra bloggsíðu. Þetta blogg fékk töluverða athygli og birtist m.a. á vefmiðlinum bleikt.is.

Ég á einn tveggja ára strák sem heitir Birgir Aðalsteinn. Þegar ég klæði mig í kjól segir hann oftast: “Vá, mamma prinsessa!”. Í kjölfarið kemur svo: “Birgir líka prinsessa!”. Hann hefur einnig margoft spurt mig hvar kjóllinn hans sé. Ég hef alltaf sagt við hann að hann sé líka prinsessa en að hann eigi engan kjól.

Við vorum svo í heimsókn hjá vinkonu minni, Hafrúnu, sem á þriggja ára stelpu. Hún vildi endilega klæða sig í sparikjólinn sinn víst við værum í heimsókn og þá sagðist Birgir Aðalsteinn líka vilja vera prinsessa. Hafrún var ekki lengi að redda honum fallegum prinsessukjól.

prinsessa2

Birgir Aðalsteinn varð svo himinlifandi að hann var í kjólnum allan daginn. Þessi kjóll fer honum líka frábærlega vel.

prinsessa3

Prinsessurnar Harpa Védís og Birgir Aðalsteinn léku sér allan daginn í hinum ýmsu leikjum. Einn leikurinn var þannig að þau skiptust á að sitja á bleikum kolli og vera á elgsbaki. Á elgsbaki voru þau kúreki en á bleika kollinum prinsessur.

prinsessa5

Birgir Aðalsteinn lagði sig líka í prinsessukjólnum, þrátt fyrir að það var frekar heitt þá vildi hann ómögulega fara úr honum. Ég lét það glöð eftir honum enda er ég mjög ánægð fyrir hans hönd, loksins fékk hann að vera í prinsessukjól eins og móðir sín og vinkonur.

 prinsessa4

Eftir þennan dag hef ég mikið hugsað um þá “staðreynd” að strákar eigi ekki að klæðast kjólum. Ég hefði getað sagt við vinkonu mína: “Nei, þú ferð ekki að klæða hann í kjól, hann er strákur!” En þá hefði strákurinn minn misst af allri þessari gleði. Þessi sama vinkona mín á 6 ára strák sem heitir Benjamín. Honum fannst mjög skrítið að Birgir Aðalsteinn væri í kjól og spurði mig: “En hann má ekki fara í þessu út, er það?”

Ég útskýrði fyrir honum að Birgir Aðalsteinn mætti alveg fara út í kjól ef hann vildi. Maður má klæða sig alveg eins og maður vill svo lengi sem manni líður vel með það (og það er hæfilegt eftir veðri). Benjamín var mjög hugsi yfir þessu en tók útskýringar mínar gildar. Hann er 6 ára en strax er samfélagið búið að kenna honum að strákar eiga ekki að vera í kjólum.

Mig langar svo að breyta þessari “staðreynd” samfélagsins. Ég fór alveg á flug í huganum og var að reyna finna bestu leiðirnar til að breyta þessu. En áttaði mig svo á því að ég er nú þegar að því. Með því að leyfa syni mínum að vera eins og hann vill, klæðast því sem hann vill klæðast, þá erum ég og maðurinn minn að breyta þessari “staðreynd”. Þá er Birgir Aðalsteinn að breyta þessari “staðreynd”. Eins og þessar myndir sýna svart á hvítu þá geta strákar alveg klæðst kjólum og verið prinsessur ef þeir vilja!

-Gróa Rán

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s