Mín eigin klappstýra

Ég er mjög dugleg að hrósa og hvetja áfram fólkið í kringum mig. En ég er ekki eins dugleg að hvetja sjálfan mig áfram. Þangað til nýlega en þá tók ég meðvitaða ákvörðun um að vera mín eigin klappstýra.

Ég nota mismunandi aðferðir til að hvetja mig áfram. Bæði til að gefa mér pepp inn í nýjan dag en líka til að hrósa mér fyrir vel unnin verk í dagslok. Hér eru sex ráð sem mig langar að deila með ykkur:

  1. Að klappa mér bókstaflega á bakið. Það geri ég iðulega eftir að ég hef klárað eitthvað verkefni sem ég er ánægð með eða ef ég hef komist í gegnum krefjandi dag. Það er eitthvað við það að fá klapp á bakið sem veitir manni styrk og lætur manni líða vel með áunnið verk.
  2. Að standa eins og ofurhetja. Ég sá þetta í Grey’s Anatomy en þar stóð Amelia Shepherd eins og ofurhetja áður en hún framkvæmdi stóra heilaskurðaðgerð. Mér fannst þetta skemmtileg aðferð og hef prufað þetta sjálf, til dæmis áður en ég flutti fyrirlestur fyrir sal af fólki. Fyrir mér jók þetta aðeins sjálfstraustið. Það er líka sniðugt að byrja daginn á að standa eins og ofurhetja til að peppa sig upp.
  3. Að hrósa sjálfri mér fyrir framan spegill. Þá segi ég til dæmis upphátt við sjálfan sig að ég sé frábær, ég sé að standa mig vel, ég sé dugleg og ég geri ávalt mitt besta og meira getur maður ekki gert. Eftir svona spjall  fyrir framan spegilinn þá líður mér alltaf aðeins betur með sjálfan mig og fer jákvæðari inn í daginn.
  4. Að syngja hástöfum með góðu lagi. Mér finnst fátt skemmtilegra en að syngja og nota ég sönginn oft sem tæki til að peppa mig áfram. Þá vel ég lag með texta sem ég tengi við. Best er að hækka lagið í botn og syngja eins hátt og lungun leyfa. Þetta veitir ákveðna útrás og kemur manni líka í gott skap. Dæmi um lag sem er í uppáhaldi hjá mér er lagið Brave eftir Söru Bareilles.
  5. Að skrifa niður allt það sem ég hef gert vel í dag. Þetta geri ég í dagslok til að ég sjái svart á hvítu hverju ég hef áorkað þennan daginn. Maður á það til að fókusera um of á það sem gekk illa í stað þess að einblína á það sem gekk vel.
  6. Að brosa. Þegar stressið nær tökum á mér eða ég á erfiðan dag þá er besta ráðið að brosa. Jafnvel þó manni finnist að maður hafi lítið til að brosa yfir. Ég hef mikla trú að við það að brosa fara af stað efnaskipti í líkamanum sem láta mann líða betur. Bros getur dimmu í dagsljós breytt og jafnvel gervibros lætur manni líða aðeins betur.

Þetta eru dæmi um leiðir sem ég gríp til þegar mig vantar pepp í lífið. Ég hvet ykkur til að prufa og vonandi gagnast þær ykkur eins og þær gagnast mér. Mig langar líka að hvetja ykkur til að taka meðvitaða ákvörðun um að gerast ykkar eigin klappstýra. Finnið ykkar eigin ráð til að hrósa og hvetja ykkur áfram á leið ykkar í gegnum lífið!

smile-faces

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s