Hlustaðu á hjarta þitt

listen to your heart

Ég var á mjög áhugaverðu málþingi á vegum Siðmenntar síðast liðin laugardag sem bar heitið Flóttamenn, hælisleitendur og mannúðinn. Frummælendur voru Kristjana Fenger, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, Zahra Mesbah, fyrrum flóttamaður og Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar.

Ástæðan fyrir  málþinginu var að opna umræðu um flóttamannaáskorunina sem við Evrópubúar stöndum fyrir. Koma flóttamanna og hælisleitenda til Íslands hafa vakið upp spurningar hvort betur væri hægt að standa að málum. Það virðist skorta mannúð í löggjöfinni, í viðhorfum ríkisstjórnarinnar og í almennum umræðum. Oft stela þeir athyglinni sem mesta hafa fordómana. Hvernig getum við gert betur hér á landi? Hvernig hefur upplifun flóttamanna af komunni til landsins verið? Hvað segja húmanistar um málefnið? (texti tekinn af facebook síðu viðburðarins).

Erindi frummælenda voru mjög áhugaverð og vöktu mig til mikillar umhugsunar um málefni flóttamanna og hælisleitenda hér á landi. Spurning sem ómaði í huga mér eftir málþingið var: „Hvað myndi ég vilja að aðrar þjóðir gerðu ef ég væri flóttamaður?”. Svar mitt er einfalt. Ef ég þyrfti að yfirgefa Ísland í algjörri neyð sökum þess að stríð geisar og því ekki búandi hér á landi lengur þá myndi ég óska þess að aðrar þjóðir tæku mér opnum örmum og leyfðu mér að setjast þar að. Ég myndi óska að aðrar þjóðir sýndu mannúð og umhyggju og gæfu mér tækifæri til að öðlast nýtt heimili í nýju landi.

Þótt svar mitt sé einfalt þá er flóttamannaáskorunin það alls ekki. Það virðist vera sem svo að við getum ekki hleypt öllum þeim sem vilja inn í okkar land. Þar sem ég er bjartsýn að eðlisfari þá tel ég samt að við getum gert betur í þessum málum. Ég tel að það sé orðið tímabært að stokka upp í löggjöfinni og hafa mannúðina að leiðarljósi í þessum efnum.

Á leið minni heim af málþinginu ómaði lagið Listen to your heart með Roxette í útvarpinu. Ég byrjaði, að sjálfsögðu, strax að syngja með. En í þetta sinn þá hlustaði ég ekki á textan sem ástarlag heldur hlustaði ég hann út frá flóttamannaverkefninu. Það gaf textanum alveg nýja merkingu. Ég skora á ykkur til að svara spurningunni sem ég svaraði hér að ofan og hlusta svo í kjölfarið á þetta fallega lag með Roxette. Getum við ekki hlustað oftar á hjartað okkar áður en við kveðjum flóttamenn og hælisleitendur og sendum þau út í óvissuna? Getum við ekki staldrað aðeins við og hugsað í stað þess að skýla okkur á bak við dyflinnarreglugerðina eða aðrar reglugerðir? Hlustum á hjartað okkar og höfum mannúðina að leiðarljósi.

-Viktoría

“Listen To Your Heart”

I know there’s something in the wake of your smile.
I get a notion from the look in your eyes, yea.
You’ve built a love but that love falls apart.
Your little piece of heaven turns too dark.Listen to your heart
when he’s calling for you.
Listen to your heart
there’s nothing else you can do.
I don’t know where you’re going
and I don’t know why,
but listen to your heart
before you tell him goodbye.Sometimes you wonder if this fight is worthwhile.
The precious moments are all lost in the tide, yea.
They’re swept away and nothing is what it seems,
the feeling of belonging to your dreams.Listen to your heart
when he’s calling for you.
Listen to your heart
there’s nothing else you can do.
I don’t know where you’re going
and I don’t know why,
but listen to your heart
before you tell him goodbye.

And there are voices
that want to be heard.
So much to mention
but you can’t find the words.
The scent of magic,
the beauty that’s been
when love was wilder than the wind.

Listen to your heart
when he’s calling for you.
Listen to your heart
there’s nothing else you can do.
I don’t know where you’re going
and I don’t know why,
but listen to your heart
before you tell him goodbye.

Listen to your heart
when he’s calling for you.
Listen to your heart
there’s nothing else you can do.
I don’t know where you’re going
and I don’t know why,
but listen to your heart
before you tell him goodbye.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s