Svarta skýið

Ég er jákvæð að eðlisfari. Oftast fer ég inn í daginn með bros á vör. En það koma dagar þar sem mér líður ekki vel. Þá finnst mér eins og það dragi fyrir sólu. Svart ský. Þá daga leita á mig neikvæðar niðurrifshugsanir. Svartar hugsanir sem draga úr mér allan kraft. Hugsanir eins og:

  • Ég er ekki að ráða við hlutina.
  • Ég er ekki að standa mig vel.
  • Mér mun aldrei takast að fúnkera eins og aðrir venjulegir einstaklingar.
  • Ég get þetta ekki.
  • Ég er ekki nógu góð.

Með þessum hugsunum fylgir kvíði og vanlíðan og áður en ég veit af byrja tárin að leka. Svarta skýið heltekur mig.

dark-cloud

Skýið getur komið á örskotsstundu. Einu sinni var ég stöðugt að berjast á móti því. Því þá var markmiðið að líða alltaf vel. Núna tækla ég svarta skýið á annan hátt. Ég sest niður og leyfi því að vera. Leyfi tárunum að flæða eins og rigningu. Því það er óraunhæft að ætla sér að lifa lífinu brosandi alla daga. Svo í stað þess að berjast við tárin þá sætti ég mig við þau. Það að gráta fylgir líka ákveðin spennulosun sem lætur mér líða betur. Þetta er hluti af því að vera með geðhvarfasýki. Þeim sjúkdómi fylgir svart ský. Lykillinn er að muna að það birtir alltaf til um síðir. Eftir að ég hef grátið í smástund þá byrja ég á uppbyggingunni. Anda djúpt og byrja að tala fallega til mín. Svara öllum niðurrifshugsununum sem leituðu á mig með jákvæðni:

  • Ég er að gera hlutina eins vel og ég get.
  • Ég er að standa mig.
  • Ég fer á fætur á morgnanna og tek þátt í deginum, er það ekki að fúnkera?
  • Ég er GÆS (get, ætla, skal).
  • Ég er nóg!

Áður en ég veit af hefur létt til. Brosið birtist aftur á varirnar og ég sé lífið í fallegum litum regnbogans.

everybody-wants-happiness-nobody-wants-pain-but-you-cant-have-a-rainbow-without-a-little-rain-quote-1

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s