Að elta drauma sína þó að á móti blási

Mér er oft hugsað til þess hvert maður stefnir í lífinu. Hversu langt maður er tilbúinn að fara. Eftir menntaskólann ákvað ég að fara í nám í iðjuþjálfun. Það var námsráðgjafi sem benti mér á þetta nám og þegar ég las mér til um það á heimasíðu Háskólans á Akureyri þá fannst mér þetta vera kjörið nám fyrir mig.

En háskólagangan mín hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Ég á tilltölulega auðvelt með að læra og námslega séð hefur þetta gengið ágætlega. En eins og flestir vita þá fylgir háskólanámi mikið álag. Og það sem ég hef lært í mínu námi er það að ég höndla ekki mikið álag.

Tvisvar á mínum háskólaferli hef ég gjörsamlega hrunið. Einu sinni á fyrsta árinu og svo á lokaárinu. Í bæði skiptin varð ég að taka þá ákvörðun að hægja á mér í náminu, segja mig úr áföngum til að hlúa að heilsunni. Í bæði skiptin þurfti ég að leggjast inn á geðdeild og dveljast þar í nokkrar vikur. Í fyrra skiptið kom ekki nákvæmlega í ljós hvað leiddi til þess að ég hrundi, annað en of mikið álag. Í seinna skiptið kom í ljós að ég er með geðhvarfasýki og að of mikið álag í bland við svefnleysi triggerar maníu.

Ég er núna að skrifa Bs – ritgerðina mína. Ég hef reynt eins og ég get að stýra álaginu og hingað til hefur það gengið vel. Ég á ekki von á öðru en það muni halda áfram að ganga vel. Ég stefni síðan að klára námið í desember og útskrifast í febrúar á næsta ári. Tilfinningin að vera svo nálægt takmarkinu, að vera loksins að klára háskólanámið og verða iðjuþjálfi, er ólýsanleg.

Ég vildi með þessum pistli hvetja ykkur að gefast ekki upp á draumum ykkar. Margoft hefur leitað á huga minn að gefast upp. Hætta þessu háskólanámi. Að ég sé ekki að ráða við hlutina. En ég er þrjósk að eðlisfari og hef ég notað hana til að sussa á þessar neikvæðisraddirnar. Halda ótrauð áfram. Ég er líka dugleg að líta á björtu hliðarnar og sé hversu mikið ég hef þroskast á þessum árum. Hvað ég hef lært inn á sjálfan mig.

Mikilvægast er líka öll hrósin sem ég hef fengið frá fólkinu í kringum mig. Stuðningur annarra er ómetanlegur. Það er allt í lagi að stefna hátt í lífinu og það er allt í lagi þó að þín leið að settu marki sé ekki sú sama og annarra. Svo lengi sem þú gefst ekki upp á draumum þínum þegar á móti blæs.

Öll höfum við val um hvernig við bregðumst við það sem lífið gefur okkur. Valið er þitt. Lætur þú erfiðleikanna brjóta þig niður eða byggja þig upp? Ég valdi að líta á erfiðleikana sem tækifæri. Tækifæri til að þroskast, læra meira á sjálfan mig og verða betri útgáfa af sjálfum mér. Horfa á erfiðleikanna með jákvæðu hugarfari. Ég er alveg sannfærð um að þessi þrautaganga mín í háskólanámi muni gera mig að enn þá betri iðjuþjálfa þegar ég útskrifast loksins.

-Gróa Rán

Advertisements

One thought on “Að elta drauma sína þó að á móti blási

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s