Gleðilega lærdómstörn

Ég (Viktoría) var að klára minn síðasta tíma í BS námi mínu. Á morgun hefst fyrsti í verkefnavinnu og prófalestri. Vorið er oft tími nöldurs hjá skólafólki þar sem það liggur sveitt yfir skólabókun og vill láta alla vorkenna sér. Skólafólkið þráir að gera eitthvað annað skemmtilegra og finnst lífið voðlega erfitt og ósanngjarnt. Sérstaklega þegar sól skín skært á himni. Undirrituð er þar alls ekki undanskilin. Ég ætla hins vegar að tileinka mér sama viðhorf í komandi lærdómstörn eins og ég tileinkaði mér fyrir ári síðan. Það er nefnilega forréttindi að hafa fæðst í landi sem býður uppá skólagöngu fyrir alla, óháð kyni, stétt og stöðu. Það eru ekki allir svo heppnir. Við Íslendingar eigum það til að gleyma hvað við höfum það í raun gott. Þrátt fyrir kaldan og dimman vetur þá búum við í fallegu landi með fullt af tækifærum. Ég ætla því að fagna prófunum. Ég ætla fagna því að klára enn eina önnina í mínu námi. Ég ætla klappa mér á bakið fyrir dugnaðinn og ég ætla að vera þakklát fyrir það sem ég hef, fyrir það sem mér býðst. Ég vona að fleiri geri slíkt hið sama.

Kærleikskveðja

-Viktoría

 

malala

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s