Ósýnileg stólakeppni

Mig langar að deila með ykkur litlum sigri. Ég var á fitness box æfingu og í lokin á henni ákvað kennarinn að vera með smá keppni. Við áttum öll að setjast á ímyndaðan stól í 90 gráður og sá sem hélt út lengst vann. Það fyrsta sem ég hugsaði var að taka ekkert þátt í keppninni, þar sem ég er þekkt fyrir að vera með lítið keppnisskap. Ég ákvað bara gera mitt besta, sitja eins lengi og ég gæti og hitt skipti ekki máli. Það kom mér því á óvart þegar ég vann keppnina. Þegar hópurinn klappaði fyrir mér þá var ég rosalega þakklát. Það nefnilega rifjuðust upp fyrir mig öll þau skipti þar sem ég var valin síðust í íþróttum í grunnskóla. Ég tók því aldrei neitt sérstaklega inná mig sem barn eða unglingur. Ég vissi alveg að ég væri ekkert góð í íþróttum. En þarna endurspeglaðist mitt litla sjálfstraust í hugsun. Ég trúði því ekki að ég væri eitthvað góð í íþróttum og sætti mig því bara við það að vera valin síðust. Ég byrjaði nefnilega ekki að hreyfa mig fyrir alvöru fyrr en ég var orðin 20 ára gömul. Ástæðan fyrir því var einföld, ég fékk skýr skilaboð frá lækni að drattast í ræktina. Málið er að ég er með skaddað brjósk í hné eftir að ég hnéskelsbrotnaði sem barn. Það hefur lítið hrjáð mig fyrir utan að ef ég hleyp snöggt af stað þá átti hnéskelin til að kippast við með þeim afleiðingum að ég datt í jörðina og hnéð varð stokkbólgið í nokkra daga. Þegar ég var 20 ára gerðist þetta eina ferðina enn. Ég var að koma af jólaskemmtun og þar sem það var kalt úti ákvað ég að hlaupa að næsta skemmtistað. Hnéskelin kipptist til, ég datt í jörðina og sem betur fer var góðhjartað fólk sem hjálpaði mér inn á næsta stað og gaf mér vatnsglas. Daginn eftir skipaði mamma mér að fara uppá slysó þar sem ég var send í myndatöku og svo þaðan til bæklunarlæknis. Bæklunarlæknirinn tók meiri myndir og tilkynnti mér svo að það er í raun ekkert hægt að gera nema þjálfa upp vöðvana í kringum hnéð. Með því gæti ég komið í veg fyrir að hnéskelin myndi kippast svona til. Frábært hugsaði ég. Ég þarf semsagt að drattast í ræktina. 5 árum síðar líður ekki heil vika án þess að ég mæti í ræktina eða hreyfi mig á einhvern annan hátt. Ég fer 3-5 sinnum í viku og get ekki hugsað mér lífið án þess að hreyfa mig. Ég finn hversu betur mér líður líkamlega og andlega. Enda hefur hnéskelin ekki kippts til í nokkur ár. Ef 25 ára ég gæti sagt við 18 ára mig að ég myndi vinna ósýnilega stólakeppni á fitness box æfingu myndi 18 ára ég alls ekki trúa því. Hún myndi ekki trúa því að óörugga Viktoría myndi nokkurn tíman hafa kjarkinn til að prófa eitthvað eins og fitness box. Hún sem átti erfitt með bara það eitt að þora í sturtu eftir skyldu tíma í íþróttum í menntaskóla. Sem unglingur var ég nefnilega ekki bara í lélegu formi (að mínu mati), ég var líka  mjög ósátt við minn eigin líkama. Var hrædd um að aðrir myndu taka eftir hversu ljót ég væri. Á þessum tíma hélt ég líka að það væri eðlilegt að hugsa svona um líkama minn. Ég var nú unglingur og það virtist vera normið að vera ósáttur við sinn eigin líkama. Sem betur fer hefur þessi hugsun breyst hjá mér. Ég er mjög sátt með minn líkama í dag og ég er stolt af sjálfum mér fyrir að hafa loksins áttað mig á að ég get líka, eins og allir aðrir, verið góð í íþróttum. Ég hreyfi mig ekki til að líta betur út. Ég hreyfi mig til þess að líða vel, bæði líkamlega og andlega. Ég vona að unglingstelpur í dag hreyfi sig líka út af þeirri ástæðu. Ég vona að normið sé breytt og þær séu ekki ósáttar við sinn líkama. Ef normið er enn hið sama þá vona ég svo innilega að við sem erum sátt í eigin skinni hjálpum öðrum með hrósi og hvatningu að verða það líka.

-Viktoría

11119303_10153916915238082_3159401870896265898_n

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s