Að velja jákvæðni

Ég er mjög jákvæð að eðlisfari. Ég lifi eftir jákvæðni. Þegar ég veiktist og greindist með geðhvarfasýki þá ákvað ég strax frá byrjun að líta á veikindin mín á jákvæðan hátt. Að það væri gott að vera loksins komin með greiningu. Að það sé auðveldara að díla við andleg veikindi ef maður veit nákvæmlega hvað maður er að díla við. Að ég sé svo heppin að fá góða þjónustu frá geðheilbrigðiskerfinu þar sem er vel hugsað um mig. Að nú geti ég lært um minn sjúkdóm og leiðir til að lifa með honum.

Ég hefði getað tekið annan pól í hæðina. Ég hefði getað bölsótast yfir því að vera lasin. Sett mig í sjúklingshlutverk. Horft á sjúkdóminn sem neikvæðann. Sjúkdóm sem væri að eyðileggja allt fyrir mér. Falið mig á bak við sjúkdóminn. Notað hann sem afsökun fyrir að lifa ekki lífinu.

Ég trúi því að allir hafi val. Val um það að vera jákvæður eða neikvæður. Hvort heldur þú að skili betri árangri?

Þegar ég valdi að vera jákvæð gagnvart mínum veikindum þá ákvað ég í leiðinni að láta þau ekki stoppa mig. Geðhvarfasýkin er hluti af mér og ég þarf að taka tillit til hennar. En ég held áfram að lifa mínu lífi þrátt fyrir veikindin. Þessi veikindi skilgreina mig ekki. Ég er ekki geðhvarfasýki og geðhvarfasýkin mun ekki stjórna mínu lífi.

Þegar erfiðleikar bjáta á munið þá að þið hafið alltaf val um það hvernig þið tæklið þá. Viðhorf kemur manni ótrúlega langt. Ég hvet ykkur til að velja jákvæðni. Lífið verður svo miklu skemmtilegra fyrir vikið ❤

-Gróa Rán

positive

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s