Að sættast

Í mars á þessu ári hóf ég í ferðalag. Þetta ferðalag hófst með því að ég sendi sálfræðingi tölvupóst og óskaði eftir viðtalstíma. Ég vissi reyndar ekki þá hvað myndi gerast, en þessi tölvupóstur markaði upphafið. Ég var að byrja sættast við mig sjálfa.

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að óska eftir viðtalstíma var sú að ég hafði verið að upplifa vanlíðan í nokkra mánuði.  Mig langaði að vinna á þeim hugsunum sem sífellt reyndu að berja mig niður. Þeim hugsunum sem síflelt efuðust skrefin sem ég tók eða langaði að taka á lífsleiðinni. Að ég væri ekki nógu góð, þetta myndi eflaust enda illa og fleiri hugsanir í þeim dúr.

Meðan ég beið eftir svari um viðtalstíma greip ég í þau ráð sem ég hafði lært í gegnum tíðina. Ég gerði heiðarlega tilraun til að leiðrétta hugsanarvillur og skrifaði niður á blað:

„Í gær var ég hrædd við framtíðina. Í dag er ég enn hrædd en til þess að fara ekki yfirum þá ramma ég inn tímann. Ég einblíni á daginn í dag. Á verkefni dagsins. Þrátt fyrir að vera með tárin í augunum þá áorkaði ég ágætlega mikið í dag í bland við sunnudagsleti. Nenni ekki að skrifa meir. Finnst ég tóm að innan. Enginn grátur núna. -Viktoría”.

Ég man ekki nákvæmlega hvað við ræddum í fyrsta viðtalstímanum, ég og sálfræðingurinn. Ég man að ég var þreytt og taugaóstyrk. Ég man að ég grét.

Hjá þessum sálfræðingi kynntist ég nýrri meðferð, frásagnarmeðferð (e. narrative therapy).
Frásagnarmeðferð er nálgun sem leitast við að vera virðingarverð án þess að kenna neinu um (e. non-blaming). Einstaklingar eru gerðir að sérfræðingum í sínu eigin lífi. Þessi nálgun aðskilur vandamálin frá einstaklingum og gerir ráð fyrir að einstaklingar búi yfir miklum hæfileikum, trú og hæfni sem hjálpar þeim að minnka áhrif vandamálanna á þeirra eigið líf.

frásagnarmeðferð

Margt hefur á daga mína drifið síðan ég kynntist þessu meðferðarformi. Ég veit ekki hvort ég hef lokið ferðalaginu, hvort ég sé loksins orðin sátt við mig sjálfa. Mér líður samt þannig. Í fyrsta sinn í langan tíma upplifi ég sátt. Ég er sátt við mig eins og ég er. Um daginn gekk ég framhjá spegli og samstundis kom hugsun: „Þú ert sæt í dag Viktoría”. Þetta hljómar eflaust kjánalega fyrir suma, en fyrir mig er þessi hugsun mikill sigur. Því fyrsta hugsunin var jákvæð. Vanalega var hún neikvæð og meira að segja ill á köflum. En ekki lengur. Auðvitað koma dagar þar sem ég er minna sátt við mig sjálfa. En það er líka eðlilegt. Ég er sátt við þá daga líka.

Ég hlakka til að halda áfram í mínu ferðalagi. Ég veit ekki hvert lífið mun leiða mig en ég vona innilega að ég fái tækifæri til að vera enn sátt við mig sjálfa. Ég ætla allavega að gera mitt besta til þess.

Að lokum langar mig að deila lagi eftir vinkonu mína sem mér þykir mjög vænt um. Þá daga sem mér líður ekki vel finnst mér rosalega gott að gráta og hlusta á góða tónlist í leiðinni. Þetta lag hefur oftar en einu sinni orðið fyrir valinu til að hjálpa mér að vera sátt við vanlíðan, sátt við mig eins og ég er sama hvað.

-Viktoría

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s