Endalausar kröfur

Í lok maí var ég að klára strembna önn í háskóla þar sem ég meðal annars skrifaði eitt stykki BS-lokaverkefni. Síðan fékk ég 22 daga sumarfrí áður en sumarvinnan mín skemmtilega byrjar og í dag er síðasti dagurinn. Í þessu sumarfríi er ég búin að sofa mjög mikið. Flesta daga fer ég með drenginn minn á leikskólann og kem svo aftur heim, skríð upp í rúm og sef til hádegis. Síðasta vika var engin undartekning. Einn daginn þegar ég vaknaði af þessum lúr þá byrjuðu niðurifshugsanirnar. Ég fór að rakka sjálfan mig niður fyrir letina í mér. Að eyða sumarfríinu í svefn! Þegar ég gæti verið að gera eitthvað miklu nytsamlegra. Hvaða fullorðna manneskja sefur fram á hádegi? Ég er enginn unglingur. Ég er bara aumingi sem fer illa með tíma sinn.

Þessar hugsanir og fleiri hafa trekk í trekk leitað á mig í sumarfríinu. En þennan dag sagði ég stopp. Hingað og ekki lengra. Eiga sumarfrí ekki að snúast um að hlaða batteríin? Ég var að klára mjög erfiða háskólaönn og er ég frekar útkeyrð eftir hana. Auk þess er minn veikleiki að höndla illa mikið álag og þarf ég að passa vel upp á að slaka á og hvíla mig eftir svona tarnir. Annars getur það haft slæm áhrif á geðheilsuna, enda hef ég lent tvisvar inn á geðdeild vegna of mikils álag sem ég réði ekki við.

Af hverju er ég þá að rakka mig niður? Fyrir utan það að ég fór svo að skoða hvað ég hef gert í sumarfríinu mínu. Ég hef hitt vini og vinkonur, boðið heim í grill og farið í grillboð. Spilað í góðra vina hópi og farið nokkrum sinnum í bíó. Ég gæsaði góða vinkonu og fór meira að segja á eina Tupperware kynningu. Einnig hef ég passað frænkur mínar og skellt mér í nokkur afmæli. Farið í sveitina mína og tók þátt í the Color Run. Nú fyrir utan það að halda húsinu sæmilega hreinu og farið í ræktina og göngutúra. Á þessum 22 dögum hef ég haft nóg fyrir stafni þrátt fyrir að hafa sofið fram á hádegi flesta daga.

Það er alveg ótrúlegt hversu fljótt maður dettur í niðurifsgír. Í mínu tilviki dett ég í þann gír þegar ég er að setja endalausar óraunhæfar kröfur á sjálfan mig. Ég ætlast til að vakna kl. 7 alla morgna og vera á fullu allan daginn. Nýta hvern tíma í eitthvað agalega sniðugt eins og að taka til í geymslunni og fara í gegnum fataskápinn. Annars er maður bara einskins nýttur aumingi sem gerir ekkert gagn. Sem betur fer er ég farin að þekkja mynstrið mitt og læra að segja stopp. Hætta þessum endalausu kröfum. Ég er bara þannig gerð að eftir mikið álagstímabil þá þarf ég að safna kröftum og besta leiðin fyrir mig er með því að sofa. Ef ég hefði verið að rífa mig á fætur alla morgna þá efast ég um að ég hefði komið eins miklu í verk í félagslífinu eins og raun ber vitni. Enda finnst mér þetta búið að vera skemmtilegt sumarfríi og kem ég endurnærð inn í sumarvinnuna.

Það sem ég er að reyna að koma frá mér með þessum pistli er gamla tuggann að þetta snýst allt um hugarfar. Hvernig maður lítur á hlutina. Ég get litið á sumarfríið sem tímasóun og leti og rakkað mig niður fyrir það eða sem nauðsynlega hvíld og afslöppun með það markmiði að byggja mig upp aftur eftir erfiða skólatörn. Ég get horft á þetta með neikvæðu eða jákvæðu hugarfari. Mitt er valið og ég vel að vera jákvæð. Það gerir lífið bara svo miklu auðveldara 🙂

-Gróa Rán

I am not lazy facebook photo cover_thumb

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s