Þjóðargersemi íslendinga

Nánast hver einasti íslendingur fylgdist með strákunum okkar keppa á EM í fótbolta í Frakklandi. Íslenska landsliðið heillaði heimsbyggðina upp úr skónum með frábærri spilamennsku auk þess sem stuðningslið landsliðsins var til fyrirmyndar. Eftirminnileg eru víkingaklöppin sem tekin voru í lok hvers leiks ásamt lýsingu Gumma Bens á leikjum Íslands en hann fór á kostum og öðlaðist heimsfrægð. Íslandi tókst að komast í 8 liða úrslit án þess að tapa en ævintýrinu lauk þar.

Við Birgisdætur erum mjög stoltar af okkar liði og okkar árangri. Það sem mér fannst standa upp úr í þessari keppni var samhugurinn hjá íslensku þjóðinni. Allir hvöttu strákana áfram, allir fylgdust með, það var varla rætt um neitt annað en fótbolta á meðan strákarnir voru í keppninni. Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tveimur árum að ég myndi horfa á heilan fótboltaleik þá myndi ég skellihlæja og telja þá manneskju vera að rugla, ég hefði sko ekki úthald né áhuga að horfa á fótboltaleik. En viti menn, ég horfði á alla leiki með íslenska landsliðinu og nokkra aðra til. Þátttaka þeirra á mótinu þjappaði þjóðinni saman og gerði okkur að stoltum íslendingum. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er orðin að þjóðargersemi okkar íslendinga.

landslið karla

En við eigum aðra þjóðargersemi. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur staðið sig gríðarlega vel í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Hollandi árið 2017. Þær hafa unnið alla sína leiki hingað til og hafa ekki fengið á sig eitt einasta mark. Þær eru efstar í sínum riðli. Fyrir utan það þá hoppuðu stelpurnar upp um fjögur sæti á heimslista FIFA og eru nú í 16. sæti. Ég vona að þegar stelpurnar keppa á EM (já, ég er handviss um að þær komast á mótið þó svo það liggi ekki fyrir enn) að þá muni þjóðin standa þétt við bakið á þeim alveg eins og við strákanna. Ég vona að þeirra leikir verði líka sýndir beint í sjónvarpinu og að komi verði upp EM-torgi niðri í bæ þar sem hægt er að fylgjast með leikjunum. Ég vona að þegar þær ljúka keppni að þá mun þjóðin hylla þær við heimkomu alveg eins og við gerðum við strákanna okkar.

íslenska kvennalandsliðið

Það er því miður þannig að kvennalið í íþróttum fá ekki eins mikla athlygli fjölmiðla eins og karlar. Þrátt fyrir að árið sé 2016 og við séum frekar langt komin í jafnréttisbaráttu hér á Íslandi þá eigum við langt í land hvað varðar íþróttir. En eitt veit ég, að ég mun sitja jafn spennt og fylgjast með stelpunum okkar alveg eins og ég fylgdist með strákunum. Framtíðin er björt hjá okkur í fótbolta og eigum við frábærar fyrirmyndir sem er góð hvatning fyrir ungt íþróttafólk. Áfram íslenskur fótbolti og áfram Ísland!

-Gróa Rán

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s