Um höfunda

Tvíburasystur fengu þá flugu í kollinn að byrja skrifa saman um allt og ekkert, lífið og tilveruna. Viktoría er eldri tvíburinn. Hún er tuttugu og fimm ára sálfræðinemi. Hún er húseigandi í sambúð. Gróa Rán er yngri tvíburinn og er ótrúlegt en satt einnig tuttugu og fimm ára. Hún er iðjuþjálfunarnemi, gift og á einn yndislegan son. Systurnar eiga það báðar sameiginlegt að vera félagslyndar að eðlisfari. Einnig hafa þær jákvæða sýn á lífinu þrátt fyrir að vita að lífið hefur líka sýnar dökku hliðar. Gróa Rán hefur verið að glíma við andlegt ójafnvægi frá unglingsaldri og í kjölfarið hefur hún sífellt verið að leita að stöðugleika. Nýlega greindist hún með geðhvarfasýki og þá loksins fannst skýringin á því afhverju hún er eins og hún er. Viktoría greindist með ofsakvíðaröskun sem unglingur og hefur verið að glíma við þann kvíðapúka síðan. Hún hefur áttað sig á að það þýðir ekkert að berjast við hann, það fæðir kvíðapúkann og gerir hann sterkari. Hún einblínir því á að vera vinur kvíðapúkans og lærir með ýmsum ráðum að lifa í sátt við hann. Þeir sem þekkja til systrana vita þó að þær festa sig ekki í sjúklingshlutverki, heldur lifa þær lífi sínu akkúrat eins og þær vilja án þess að láta andleg veikindi halda aftur að sér. Þessi síða er hugsuð sem leið fyrir systur að skrifa um það sem þeim liggur á hjarta, fyrst og fremst fyrir þær sjálfar en með von um að fleiri geti notið góðs af.

Advertisements